Hagkvæmt og sjálfvirkt aðgangs- og vogakerfi

Á tímum þar sem kröfur um skilvirka sorpmóttöku og sjálfbæra rekstrarhætti aukast stöðugt, standa sveitarfélög frammi fyrir áskorunum um að hámarka nýtni og rekjanleika. Vitvog, vogakerfi Tæknivits, er hannað til að mæta þessum kröfum með sveigjanlegum lausnum sem nútímavæða ferli við móttöku og vinnslu úrgangs.

Lausn okkar byggir á áralangri reynslu og þekkingu á sviði vigtunar og skráningar, m.a. hjá Sorpu bs. Hún sameinar okkar hugbúnað og háþróaðan vélbúnað frá helstu framleiðendum, eins og Botek, Pöttinger, Scanvægt, Gassner, Tamtron, og hugbúnað til að tryggja samfellu, nákvæmni, skilvirkni og auðvelda notkun, hvort sem um er að ræða stórar eða smáar stöðvar.

Skilvirkni og rekjanleiki

Vitvog býður upp á heildstæða lausn sem:

  • Einfaldar vigtunarferli: Stuðningur við ómannaðar vogarbrýr dregur úr starfsmannaþörf og eykur afkastagetu.
  • Bætir rekjanleika: Alhliða skráning og ítarlegar skýrslur veita fullkomna yfirsýn yfir allan úrgang sem fer um stöðina.
  • Tryggir sveigjanleika: Fjölhæf auðkenning viðskiptavina og samþætting við önnur kerfi gerir Vitvog að kjörlausn fyrir fjölbreytta starfsemi.
  • Veitir rauntíma yfirsýn: Öflugt stjórnborð gerir stjórnendum kleift að fylgjast með starfseminni og grípa inn í ef þörf krefur.

Lykil eiginleikar

  • Sjálfvirk og ómönnuð vigtun: Stuðningur við ómannaðar brúarvogir sem stýra bæði inn- og útvigtun, sem dregur úr rekstrarkostnaði og gefur kost á auknum opnunartíma.
  • Fjölbreyttar auðkenningaraðferðir: Styður RFID kort (Mifare), QR kóða, NFC farsímaforrit og númeraplötulestur ökutækja fyrir hraða og hnökralausa afgreiðslu.
  • Samþætting við viðskiptakerfi: Auðvelt að tengja við núverandi viðskiptakerfi (t.d. Microsoft Dynamics 365) fyrir sjálfvirka gagnasöfnun og skýrslugerð.
  • Stýring margra voga: Geta til að stýra með miðlægu stjórnborði mörgum mismunandi vogum samtímis, bæði einstefnu og tvístefnu vogarbrúum, bílvogum, gámavogum o.fl. með miðlægu stjórnborði.
  • Alhliða vélbúnaðarstýring: Tengist og stýrir umferðarljósum, bómuhliðum, myndavélum og stafrænum upplýsingaskiltum til að tryggja öryggi og skilvirkni.
  • Notendavænt snertiskjáviðmót: Einfalt viðmót sem leiðir viðskiptavini í gegnum vigtunarferlið skref fyrir skref.
  • Rauntíma eftirlit og skýrslugerð: Miðlægt stjórnborð með rauntíma yfirsýn yfir vigtanir, auk ítalegra skýrslna sem hægt er að aðlaga að þörfum.
  • Íslensk þróun og stuðningur: Þróað af Tækniviti á Íslandi, sem tryggir skjóta þjónustu, aðlögunarhæfni til framtíðar og persónulegan stuðning.

Vitnisburður

„SORPA og Tæknivit hafa átt áratuga farsælt samstarf. Tæknivit hefur sett upp ýmis kerfi fyrir okkur, þar með talið afgreiðslukerfi fyrir viðskiptavini SORPU sem taldir eru í hundruðum þúsunda árlega. Kerfin hafa virkað vel með löngum uppitíma. Starfsmenn Tæknivits hafa tryggt góða þjónustu og sýnt frumkvæði við endurbætur kerfa, þróun á framtíðarkerfum eða hvers annars er sérþekking þeirra nær yfir. Gef þeim mín bestu meðmæli".

– Bjarni Gnýr Hjarðar, fyrrv. yfirverkfræðingur hjá Sorpu bs.
Bóka kynningu Til baka í sveitarfélagalausnir