Tæknivit býður sveitarfélögum heildstæðar og hagkvæmar lausnir fyrir sorphirðu, móttöku-, grenndar- og endurvinnslustöðvar, sundlaugar og íþróttamannvirki, söfn og menningarmiðstöðvar.
Í síbreytilegu umhverfi nútíma sveitarfélaga er krafa um hagkvæman rekstur, framúrskarandi þjónustu og sjálfbærar lausnir sífellt að aukast. Tæknivit hefur áralanga reynslu af því að þróa og innleiða tæknilausnir sem mæta þessum kröfum.
Við höfum þjónað sveitarfélögum um langt skeið og skiljum því þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir: stöðugt meiri mannaflsþörf, flókin og úrelt kerfi, aukin krafa um gagnsæi og þörf á að veita íbúum betri þjónustu á hagkvæman hátt.
Lausnir Tæknivits sameina hugbúnað og vélbúnað í einu öflugu kerfi sem einfaldar daglegan rekstur, minnkar kostnað og bætir upplifun íbúa, sem geta nýtt allar þjónustur í gegnum einfalt farsíma app eða RFID kort.
Helstu kostir
Okkar lausnir eru hannaðar til að mæta þörfum nútíma sveitarfélaga
- Skýjalausnir sem einfalt og fljótlegt er að innleiða
- Innlend þróun sem tryggir auðveldari aðlögun og samþættingu við önnur kerfi
- Heildarkerfi fyrir bókanir, aðgangstýringu, greiðslur og viðburði
- Stuðningur við alla algenga aðgangsmiðla: QR, RFID, farsíma, NFC; SMS, lífkenni o.fl.
- Sjálfvirknivæðing, ómönnuð þjónusta þar sem kostur er á
- Reynsla - Fjölmörg sveitarfélög nýta nú þegar lausnir frá okkur
Lausnir sem virka
Tæknivit hefur þegar sannað gildi sitt hjá fjölda sveitarfélaga um allt land
Einfalda rekstur
Sjálfvirknivæða verkferla og draga úr handavinnu með snjöllum lausnum sem spara tíma og kostnað.
Auka tekjur
Opna nýjar söluleiðir og bæta nýtingu á fjárfestingum með aukinni sjálfvirkni.
Bæta upplifun
Skapa þægilegri og nútímalegri þjónustu fyrir íbúa og gesti.
Veita yfirsýn
Bjóða upp á rauntímagögn og ítarlegar skýrslur fyrir gagnsæjan og upplýstan rekstur.
Sorpmóttöku-, grenndar- og endurvinnslustöðvar
Sjálfvirkar lausnir fyrir skráningu, vogir, aðgangsstýringu og rauntímayfirsýn yfir magn og flæði.
Skoða nánar →Sundlaugar og íþróttamannvirki
Fjölbreytt aðgangskerfi, áskriftir, klippikort og sjálfvirkar sölulausnir sem bæta þjónustu íbúa.
Skoða nánar →Söfn og menningarmiðstöðvar
Reynsla með einu mesta sótta safni landsins – miðasala, aðgangsstýring og rauntímayfirsýn í einu kerfi.
Skoða nánar →Stafræna sveitarfélagið - sviðsmyndir
Sjáum fyrir okkur íbúa nútíma sveitarfélags, sem með korti eða snjalltæki getur nálgast allar þjónustur sveitarfélagsins á einfaldan og þægilegan hátt.
Skoða nánar →Hafðu samband
Við erum tilbúin að hjálpa þér að finna réttu lausnina fyrir þitt sveitarfélag.
Bóka kynningu